KÞBAVD strætóinn

Ég sá núna nýlega að nýi strætóinn sem vann þessa keppni þarna sem strætó hélt fyrir stuttu, að hann er nú kominn á götuna. Á honum stendur KÞBAVD sem þýðir: Konur þurfa bara að vera duglegar. Flottur strætó og allt það en sendir einhvern veginn þau skilaboð að konur séu veikburða og geti ekki varið sig sjálfar. Að þær þurfi ekki að vera duglegar, að þær þurfi ekki að berjast fyrir sínu o.s.f.v. mér finnst að hér sé hreinlega verið að gera lítið úr konum vegna þess að þær eru duglegar flest allar og margar þeirra hafa náð langt í sínu starfi.

kþbavd

 Guð minn almáttugur, þennan vagn myndi ég aldrei fara  í. Jafnrétti og feminismi snýst ekki bara um konur.  Það snýst um bæði kynin, og byrjiði bara að væla ég  ætla ekki einu sinni að svara ykkur. Ég veit um mörg  fyrirtæki sem hugsa vel um starfsmennina sína óháð  kyni. Ef fólk er óánægt í sínu starfi þá getur það  leitað annað, sama hvort það er karl eða kona. Konur  eiga alveg sömu réttindi og karlar og margar konur  gegna stjórnunarstörfum í dag. Eina sem er hægt að  setja út á eru launin. En þá eiga þær bara ekki láta  bjóða sér það. Rétt eins og karlmaður lætur ekki  bjóða sér slíkt hið sama. Allir þurfa bara vera  duglegir, það er bara þannig. Það fær enginn neitt á  silfurfati nema að hann fæðist með silfurskeið í  munninum eða þá þekki hina og þessa.

Ef fólk ætlar að ná eitthvað langt í lífinu, þá verður það að hafa fyrir því. Óháð kyni. Það er bara svoleiðis og punktur. Það myndi nú aldeilis hjálpa núna ef ég væri kvenmaður...því að núna er ég bara einhver karlremba! Bara fyrir það eitt að hafa skoðun. Þannig hugsar Íslenska samfélagið. Svona er þessi kynjabarrátta löngu farinn út í öfgar.

Tökum dæmi, segjum sem svo að fyrirtæki sé að ráða starfsmann í stjórnunarstöðu. Einn umsækjandi er talinn hæfastur og það er karl. Annar umsækjandi er talinn næsthæfastur og það er kona. Fyrirtækið ræður karlinn. Konan fer með þetta í fjölmiðla..og jú, þeim finnst alltaf gaman að fá eitthvað crunzy á miðilinn sinn eða blaðið sitt svo þeir taka þetta alveg upp og henda upp frétt þar sem stendur að konan hafi verið beitt misrétti vegna þess að hún er kona. Snúum taflinu við, Konan er hæfust og karlinn næsthæfastur. Konan er ráðin því hún er hæfust. Karlinn fer með málið í fjölmiðlana því honum finnst að honum hafi verið synjað af því að hann er karl. Fjölmiðlum finnst það ekki nógu spennandi og þessvegna kemur að aldrei fram. Feministi er fallegt hugtak og þýðir það að bæði kynin eiga að vera jöfn. Það er fallegt og auðvitað á það að vera þannig, þ.e. að kynin eiga að hafa sömu réttindi og laun og að komið sé fram við bæði kynin af virðingu.

Það er almennt svo, en auðvitað eru alltaf einhverjir delar þarna úti sem finna allt konum til foráttu og það eru líka til konur eins og t.d. hún Hildur Lilendhal sem eru virkilega bitrar út í karlmenn líka. Svona fólk eins og hún eyðileggur hugtakið feminismi og ekki hjálpa fjölmiðlar heldur, þeir vilja bara eitthvað juicy á metseðilinn.

En þetta er samt flottur vagn, ég er bara ekki alveg sammála þessari kaldhæðnisfullyrðingu að konur þurfa bara að vera duglegri, það sem ég les út úr þessu er að konur eiga bara að fá allt upp í hendurnar og allir séu voða vondir ef þær fá það ekki. Það skiptir ENGU hvaða kyn þú ert, þú þarft alltaf að vera duglegur ef þú villt ná langt. Sama hvort þú ert karl eða kona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband