Afhverju nefskattur?

Það að þurfa að greiða skatt fyrir sjónvarp eða útvarp er mjög asnalegt. Afhverju eiga allir að horfa á RUV? Á það ekki að vera val hvers og eins? Að neyða mann til að greiða fyrir svo ónauðsynlegan hlut eins og sjónvarp er alger óþarfi. Skattar eiga að fara í nauðsynlega hluti eins og t.d. vegi, heilbrigðisþjónustu, skólar og fleiri grunnþjónustur. Sjónvarp er ekki ein af grunnþjónustunum, við kæmust alveg af án sjónvarps.

Það væri í lagi ef að RÚV byrjaði bara að rukka hóflegt gjald á sína þjónustu og þá þar að auki myndi kannski mögulega verða betra efni þar inni en þetta andskotands drasl sem er alltaf á þessari stöð. En samt ekki, að því að þeir eru ríkisreknir og þá er þeim líklega bara drullusama og vilja bara vera áskrifendur af laununum sínum og þeir munu líklega rukka hátt gjald af þessu af því að þeir fara að væla yfir því að þurfa að taka þátt í heilbrigðri samkeppni.

Núna, af því að RÚV er ríkisrekið, þá nenna þeir ekkert að vera að sinna ,,viðskiptavinum" sínum ef það má kalla það viðskiptavini því að þeim er slétt sama. Almenningur hefur ekkert val og borgar bara.

Hinsvegar, ef ríkið og stjórnendur RÚV gætu nú hagað sér eins og menn og rekið þetta batterí almennilega og rukka þá hóflegt gjald, kannski bara sama verð og nefskatturinn og reyna að vera betri en hinar sjónvarpsstöðvarnar gæti RÚV orðið góð sjónvarpsstöð fyrir alla landsmenn sem kjósa að borga fyrir sjónvarp. Svo væri kannski sniðugt að þetta myndi fylgja með skattinum en væri þó valkvætt, þannig að allir eiga möguleika á því að fá sjónvarp á sem einfaldastann hátt.

En vandamálið við þetta er kannski það að þá myndi enginn kaupa áskrift af RÚV og það færi lóðbeint á hausinn. Helstu rökin myndi ég halda, afhverju RÚV er yfir höfuð til er að allir ættu að geta horft á sjónvarpið. Eru þeir eitthvað tregir? Það getur hver sem er með tilskilin leyfi stofnað sína eigin sjónvarpsstöð sem væri frí rétt eins og RÚV og eru þar nokkrar stöðvar fyrir eins og t.d. Hringbraut, N4 og ÍNN. Efnið á RÚV stundum er bara ekkert skárra en á þessum stöðvum og það sem meira er að þessar stöðvar Hringbraut, ÍNN, og N4 sína eingöngu Íslenskt efni það gerir RÚV voða lítið og mætti gera meira af því. Afhverju var það bara ekki gert? Afhverju þurfum við yfir höfuð þá að greiða fyrir RÚV? Til að stjórnendur RÚV geti lifað með nokkrar millur í mánuði? Ef svo er, þá er nú óþarfi að neyða mann til að borga í þetta.


KÞBAVD strætóinn

Ég sá núna nýlega að nýi strætóinn sem vann þessa keppni þarna sem strætó hélt fyrir stuttu, að hann er nú kominn á götuna. Á honum stendur KÞBAVD sem þýðir: Konur þurfa bara að vera duglegar. Flottur strætó og allt það en sendir einhvern veginn þau skilaboð að konur séu veikburða og geti ekki varið sig sjálfar. Að þær þurfi ekki að vera duglegar, að þær þurfi ekki að berjast fyrir sínu o.s.f.v. mér finnst að hér sé hreinlega verið að gera lítið úr konum vegna þess að þær eru duglegar flest allar og margar þeirra hafa náð langt í sínu starfi.

kþbavd

 Guð minn almáttugur, þennan vagn myndi ég aldrei fara  í. Jafnrétti og feminismi snýst ekki bara um konur.  Það snýst um bæði kynin, og byrjiði bara að væla ég  ætla ekki einu sinni að svara ykkur. Ég veit um mörg  fyrirtæki sem hugsa vel um starfsmennina sína óháð  kyni. Ef fólk er óánægt í sínu starfi þá getur það  leitað annað, sama hvort það er karl eða kona. Konur  eiga alveg sömu réttindi og karlar og margar konur  gegna stjórnunarstörfum í dag. Eina sem er hægt að  setja út á eru launin. En þá eiga þær bara ekki láta  bjóða sér það. Rétt eins og karlmaður lætur ekki  bjóða sér slíkt hið sama. Allir þurfa bara vera  duglegir, það er bara þannig. Það fær enginn neitt á  silfurfati nema að hann fæðist með silfurskeið í  munninum eða þá þekki hina og þessa.

Ef fólk ætlar að ná eitthvað langt í lífinu, þá verður það að hafa fyrir því. Óháð kyni. Það er bara svoleiðis og punktur. Það myndi nú aldeilis hjálpa núna ef ég væri kvenmaður...því að núna er ég bara einhver karlremba! Bara fyrir það eitt að hafa skoðun. Þannig hugsar Íslenska samfélagið. Svona er þessi kynjabarrátta löngu farinn út í öfgar.

Tökum dæmi, segjum sem svo að fyrirtæki sé að ráða starfsmann í stjórnunarstöðu. Einn umsækjandi er talinn hæfastur og það er karl. Annar umsækjandi er talinn næsthæfastur og það er kona. Fyrirtækið ræður karlinn. Konan fer með þetta í fjölmiðla..og jú, þeim finnst alltaf gaman að fá eitthvað crunzy á miðilinn sinn eða blaðið sitt svo þeir taka þetta alveg upp og henda upp frétt þar sem stendur að konan hafi verið beitt misrétti vegna þess að hún er kona. Snúum taflinu við, Konan er hæfust og karlinn næsthæfastur. Konan er ráðin því hún er hæfust. Karlinn fer með málið í fjölmiðlana því honum finnst að honum hafi verið synjað af því að hann er karl. Fjölmiðlum finnst það ekki nógu spennandi og þessvegna kemur að aldrei fram. Feministi er fallegt hugtak og þýðir það að bæði kynin eiga að vera jöfn. Það er fallegt og auðvitað á það að vera þannig, þ.e. að kynin eiga að hafa sömu réttindi og laun og að komið sé fram við bæði kynin af virðingu.

Það er almennt svo, en auðvitað eru alltaf einhverjir delar þarna úti sem finna allt konum til foráttu og það eru líka til konur eins og t.d. hún Hildur Lilendhal sem eru virkilega bitrar út í karlmenn líka. Svona fólk eins og hún eyðileggur hugtakið feminismi og ekki hjálpa fjölmiðlar heldur, þeir vilja bara eitthvað juicy á metseðilinn.

En þetta er samt flottur vagn, ég er bara ekki alveg sammála þessari kaldhæðnisfullyrðingu að konur þurfa bara að vera duglegri, það sem ég les út úr þessu er að konur eiga bara að fá allt upp í hendurnar og allir séu voða vondir ef þær fá það ekki. Það skiptir ENGU hvaða kyn þú ert, þú þarft alltaf að vera duglegur ef þú villt ná langt. Sama hvort þú ert karl eða kona.


Er það eitthvað ,,hinseginn" ?

Nú er mjög mikið í tísku að kalla réttindabarráttu samkynhneigða eitthvað hinseginn. Eins og tildæmis hinseginn dagar, hinseginn hátíð, hinseginn þetta og hinseginn hitt. Þetta fólk er ekkert ,,hinseginn" heldur er það fólk eins og við. Þetta er kannski komið út frá því að þessi hópur í samfélaginu virðist vilja vera alveg sér. Það eru oft haldnar hátíðir eða svona réttindabarrátta sem snýst um það að fá sem flesta samkynhneigða til að koma og berjast fyrir rétti sínum. Fyrir hverju eru þeir að berjast enn þann dag í dag? Þeir fá að vera samkynhneigðir, þeir mega gifta sig og þeir hafa sama rétt og við hin. En að sjálfsögðu er gott að minna okkur á að þetta er eðlilegasti hlutur í heimi, að vera samkynhneigður, við erum öll ólík. Samfélagið er þvert á móti á móti samkynhneigðum. Ef eitthver segir eitthvað styggðaryrði um þeirra barráttu, eða talar eitthvað neikvætt sem kannski mætti fara betur í þessari baráttu, þá er sá hinn sami einhver Hitler og fáfróður maður. Það er eins og þessi hópur sé að draga sig úr samfélaginu frekar en að aðlagast því. Þá er ég ekki að meina að samkynhnegðir eða tvíkynhneigðir eða trans eða whatever sem er ekki gagnkynhneigt fólk eigi að vera gagnkynhneigt, heldur eiga þeir að koma inn í samfélagið og vera hluti af því, en ekki draga sig út úr því eins og þeir eru að gera. Málið er að það þarf alltaf allt að vera svo öfgakennt hér á Íslandi að það er með ólíkindum. Auðvitað á fólk að hafa sinn rétt og hafa allan þann rétt sem allir hinir hafa, óháð kyni, kynþætti, kynhneigð eða öðru slíku, en þegar það er gert eitthvað spez fyrir ákveðinn hóp, ekki endilega bara samkynhneigða eða tvíkynhneigða, og alltaf gert eitthvað spez fyrir sama hlut sem annar hópur hefur, dragast þeir í sundur. það er það sem er að gerast með samkynhneigða, þeir eru að dragast út úr samfélaginu því að margir þeirra vilja vera spez, og nú er ég Hitler og fáfróður og veit ekkert í minn haus að mati margra Íslendinga.


Nokkur góð ráð fyrir lykilorðin þín

Nú í dag er að verða æ, algengara að vefmiðlar verði fyrir allskonar misnotkun. Að minnsta kosti berast fréttir reglulega af þeim. En ein af þessum misnotkunum er sú, að menn eru að giska á lykilorðin þar sem notandi þarf að skrá sig inn. Dæmi er um að menn giski hreinlega á lykilorðin með því að slá það bara inn á lyklaborðið og ýta á enter. Þessar manneskjur þykjast svo vera voða klárar og sýna svo lykilorðin öðrum og jafnvel gera einhvern óskunda. Svo er það, þegar menn reyna svokallað brute-force árásir. En sú árás er framkvæmd þannig, að tölvan í rauninni giskar á lykilorðið með því að reyna kannski svona milljón ef ekki hundruð milljóna lykilorða á sekúndu. Flestar síður í dag, hef ég heyrt, verjast þessu mjög vel. En til að vera öruggari fyrir þessari árás og já..tja...giski, er mjög gott að vera með sterkt lykilorð. Því sterkara sem lykilorðið er, þeim mun erfiðara er að giska á það. Hér koma nokkur ráð:

1. Aldrei setja lykilorðið sem eitthvað persónulegt, eins og nafnið á gæludýrinu þínu, uppáhalds matur eða eitthvað slíkt. Sá sem þekkir þig, eða sá sem leitar þessar upplýsingar uppi, getur vel giskað á lykilorðið.

 

2. Hafðu handahófskennt lykilorð. Gott ráð til að búa til handahófskennt lykilorð og muna það, er að búa kannski til einhverskonar munstur á lyklaborðið og muna svo á hvaða staf lykilorðið byrjaði og hvernig munstrið var. Til dæmis ef að þú byrjar á r og gerir síðan kassa og byrjar lóðrétt, færðu út: rfcvbhyt.

 

3. Notaðu hástafi, lágstafi og sérstafi. (Sérstafir eru stafir eins og: !?^%#}{][€$ o.s.f.v)

Það er mun erfiðara að giska á þá stafi, bæði með brutu-force og tala nú ekki um að stimpla það sjálfur inn

 

4. Breyttu lykilorðinu reglulega. Ef þú breytir lykilorðinu reglulega og einhver er að reyna að giska á það, þarf hann að byrja uppá nýtt í staðinn fyrir að halda áfram að minnka möguleikana þar til hann rambar á rétta lykilorðið.


Naglar vs. salt

Nú er vetrarumferðin gengin í garð og margir vilja notast við nagladekk og enn aðrir heilsársdekk. Sumir vilja meina það að saltið skemmir malbikið og betra væri þá að nota nagladekk. Aðrir vilja meina að það sé betra að nota heilsársdekk og salta. Saltið bræðir ísinn en ég er ekki alveg viss um að saltið skemmi eitthvað, en það verður tekið með inn í reikninginn hér í þessari færslu þar sem ég hef engin rök fyrir því.

Kosturinn við nagla er sá, að í mikilli hálku eru þeir góðir. Hér eru þeir óþarfir þ.e.s ef við söltum. Þá duga heilsársdekkin alveg. Afhverju eigum við þá að nota heilsársdekk fyrst naglar eru góðir í hálku? Er saltið verra?

Í fyrsta lagi, geta naglarnir veitt falskt öryggi og þar með heldur ökumaðurinn að hann sé fullkomlega öruggur og geti keyrt eins og í góðri færð. Að því að hann er sko á nöglum!

Í öðru lagi, þá eru Nagladekk bönnuð með lögum á ákveðnum tímum, á þeim tímum sem er yfirleitt góð færð, nema ef aðstæður eru þannig að þess þurfi. Þetta má finna í umferðarlögunum. Ég held að það sé ástæða fyrir því að þessi lög eru sett. Lögin voru mögulega sett út af því að naglar eyðileggja malbikið, að því hlýst mikill kostnaður í viðhald vega eða þá út af hljóðmengun.

Í þriðja lagi þá fylgir þessu mikil hávaðamengun í venjulegri færð, jú,jú það eru læti í bílunum, en ekki bætir úr skák að þetta bætist við. Það er ekki alltaf hálka eða snjókoma þótt við búum á Íslandi.

Slæmt veggrip og falskt öryggi fara ekki saman. Þá heldur ökumaðurinn að hann geti keyrt eins og eftir bestu aðstæðum og gæti beinlínis skapað hættu, sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þetta gildir ekki um alla og ber að taka þessu almennt séð en ekki persónulega.

Nagladekk eru bönnuð  á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. okt. og það er einmitt sá tími sem bestu árstíðirnar varðandi færð er, s.s. mars,apríl,maí, júní, júlí ágúst. Svo ætla má að þetta sé gert vegna hljóðmengunar eða/og malbikseyðingar.

Með saltið, þá er það bara það að það getur eytt upp malbikinu smám saman eins og sumir vilja meina, og þar af leiðandi skemmt malbikið eins og sumir vilja meina að naglarnir gera. Já, saltbíllinn þarf að komast leiðar sinnar, en yfirleitt er saltað þegar umferðin er lítil. Ég hef t.d. aldrei séð saltbíl að salta kl 5 á háannatíma sem dæmi.

Nagladekk eru að vísu góð í miklum ís en eins og ég skrifaði í byrjun færslunnar, þá þurfum við þau ekki ef það er saltað, vegna þess að saltið bræðir ísinn.

Svo, ef salt skemmir, þá eru naglarnir ekkert betri.

Hvort eigum við að salta eða negla?

Ég myndi velja að salt því þar er aðeins einn galli, það er, ef svo er, þá skemmir saltið en á móti kemur, fækkun slysa, minni hljóðmengun, meira veggrip. Já, og ef einhver þarf að komast leiðar sinnar þegar ekki er búið að salta þá er það pínu slæmt, en flestir þurfa að komast leiðar sinnar þegar búið er að salta, svona yfirleitt. 

Ef saltið er svona slæmt, viljum við þá hafa hljóðmengunina (fyrir utan hávaðan í sjálfum bílnum), falska öruggið (ég er ekki að segja að allir á nagladekkjum séu bara með falskt öryggi, alls ekki :) ) og eyðileggingu á malbiki? Er ekki betra að hafa bara eitt af þessu? Semsagt, að saltið eyði malbikinu? Ég samt efast um það en ég hef engin rök fyrir því :)


Lykilorð óörugg

Ég gleymdi lykilorðinu mínu á 123458(síðan sem þú ert að lesa) og bað því um að fá það sent. Segjum að lykilorðið hafi verið abc þá myndu þeir senda mér að lykilorðið mitt væri abc í staðinn fyrir eitthvað random lykilorð. Mér finnst persónulega, að það ætti ekki að vera hægt. Ef einhver kæmist yfir lykilorðin þá er voðin vís. Það er lang best að hafa þau dulkóðuð eða helst hössuð (e.hashed) sem þýðir að þá er mjög erfitt að snúa dulkóðuninni við, en ef þau eru dulkóðuð þ.e.s. venjulega (e. Encrypted) þá er mun auðveldara að snúa þeim við, þ.e.s. sá sem ákveður að taka rununa og þýða hana. Annars held ég ef að maður er að bera þessi lykilorð saman til að vita hvort þau passi sé mun einfaldara, hef ekki prófað eða skoðað það, svo ég veit það ekki almennilega. En ef maður notar bara common-sense þá er miklu betra að hafa viðkvæmar upplýsingar sem sést ekki eða er mjög erfitt að sjá. Ég hef lúmskan grun um að blog.is geri það ekki, vegna þess að þeir geta sent mér lykilorðið. Það gæti líka vel verið að þeir hafa eitthverja leið til dulkóða lykilorðið og afdulkóða þau og senda mér í pósti. En mér þykir hitt líklegra vegna þess að hitt er meira vesen og það er þæginlegt að hugsa bara: ,,Æ, sendum þeim bara póst". Svo væri líka bara mjög þæginlegt og öruggara að notendur gætu breytt lykilorðinu sínu sjálfir. Þetta er örugglega ekki eina dæmið og tíðkast líklega ekki bara á Íslandi, myndi ég halda.Smile  

Cliff Richard & The Shadows - Sea Cruise

Cliff Richard

Cliff Richard og The Shadows með lagið Sea Cruise. Skemmtilegt og hresst lag, gamallt og gott!

 


Namm...langar bara til þess að borða þetta

MMMM... Sjá öll þessi piparkökuhús girnilega skreytt og mismunandi...manni langar bara til þess að borða þetta, sérstaklega vegna þess að þetta er svona mikið skreytt. Það nennir enginn að baka svona heima, við reyndum það jú einu sinni en húsið fór aldrei saman, í ofanálag keyptum við það tilbúið, þurfti bara setja það saman, fór náttúrulega aldrei saman! Dáist bara að þessu fólki að nenna þessu!

En, vá ímyndunaraflið samt, hægt að gera allt úr þessu!


mbl.is Piparkökubyggingar til sýnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, Jæja, 123458 bloggið er opnað aftur!

Já það þarf ekki að segja meira, 123458 bloggið er opnað aftur, eða réttara sagt ég er byrjaður að blogga aftur! Veit nú ekkert hvað þetta endist lengi en við sjáum til Smile


'39 - Queen (1975)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband