13.5.2015 | 13:23
Er það eitthvað ,,hinseginn" ?
Nú er mjög mikið í tísku að kalla réttindabarráttu samkynhneigða eitthvað hinseginn. Eins og tildæmis hinseginn dagar, hinseginn hátíð, hinseginn þetta og hinseginn hitt. Þetta fólk er ekkert ,,hinseginn" heldur er það fólk eins og við. Þetta er kannski komið út frá því að þessi hópur í samfélaginu virðist vilja vera alveg sér. Það eru oft haldnar hátíðir eða svona réttindabarrátta sem snýst um það að fá sem flesta samkynhneigða til að koma og berjast fyrir rétti sínum. Fyrir hverju eru þeir að berjast enn þann dag í dag? Þeir fá að vera samkynhneigðir, þeir mega gifta sig og þeir hafa sama rétt og við hin. En að sjálfsögðu er gott að minna okkur á að þetta er eðlilegasti hlutur í heimi, að vera samkynhneigður, við erum öll ólík. Samfélagið er þvert á móti á móti samkynhneigðum. Ef eitthver segir eitthvað styggðaryrði um þeirra barráttu, eða talar eitthvað neikvætt sem kannski mætti fara betur í þessari baráttu, þá er sá hinn sami einhver Hitler og fáfróður maður. Það er eins og þessi hópur sé að draga sig úr samfélaginu frekar en að aðlagast því. Þá er ég ekki að meina að samkynhnegðir eða tvíkynhneigðir eða trans eða whatever sem er ekki gagnkynhneigt fólk eigi að vera gagnkynhneigt, heldur eiga þeir að koma inn í samfélagið og vera hluti af því, en ekki draga sig út úr því eins og þeir eru að gera. Málið er að það þarf alltaf allt að vera svo öfgakennt hér á Íslandi að það er með ólíkindum. Auðvitað á fólk að hafa sinn rétt og hafa allan þann rétt sem allir hinir hafa, óháð kyni, kynþætti, kynhneigð eða öðru slíku, en þegar það er gert eitthvað spez fyrir ákveðinn hóp, ekki endilega bara samkynhneigða eða tvíkynhneigða, og alltaf gert eitthvað spez fyrir sama hlut sem annar hópur hefur, dragast þeir í sundur. það er það sem er að gerast með samkynhneigða, þeir eru að dragast út úr samfélaginu því að margir þeirra vilja vera spez, og nú er ég Hitler og fáfróður og veit ekkert í minn haus að mati margra Íslendinga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.