Færsluflokkur: Sjónvarp

Afhverju nefskattur?

Það að þurfa að greiða skatt fyrir sjónvarp eða útvarp er mjög asnalegt. Afhverju eiga allir að horfa á RUV? Á það ekki að vera val hvers og eins? Að neyða mann til að greiða fyrir svo ónauðsynlegan hlut eins og sjónvarp er alger óþarfi. Skattar eiga að fara í nauðsynlega hluti eins og t.d. vegi, heilbrigðisþjónustu, skólar og fleiri grunnþjónustur. Sjónvarp er ekki ein af grunnþjónustunum, við kæmust alveg af án sjónvarps.

Það væri í lagi ef að RÚV byrjaði bara að rukka hóflegt gjald á sína þjónustu og þá þar að auki myndi kannski mögulega verða betra efni þar inni en þetta andskotands drasl sem er alltaf á þessari stöð. En samt ekki, að því að þeir eru ríkisreknir og þá er þeim líklega bara drullusama og vilja bara vera áskrifendur af laununum sínum og þeir munu líklega rukka hátt gjald af þessu af því að þeir fara að væla yfir því að þurfa að taka þátt í heilbrigðri samkeppni.

Núna, af því að RÚV er ríkisrekið, þá nenna þeir ekkert að vera að sinna ,,viðskiptavinum" sínum ef það má kalla það viðskiptavini því að þeim er slétt sama. Almenningur hefur ekkert val og borgar bara.

Hinsvegar, ef ríkið og stjórnendur RÚV gætu nú hagað sér eins og menn og rekið þetta batterí almennilega og rukka þá hóflegt gjald, kannski bara sama verð og nefskatturinn og reyna að vera betri en hinar sjónvarpsstöðvarnar gæti RÚV orðið góð sjónvarpsstöð fyrir alla landsmenn sem kjósa að borga fyrir sjónvarp. Svo væri kannski sniðugt að þetta myndi fylgja með skattinum en væri þó valkvætt, þannig að allir eiga möguleika á því að fá sjónvarp á sem einfaldastann hátt.

En vandamálið við þetta er kannski það að þá myndi enginn kaupa áskrift af RÚV og það færi lóðbeint á hausinn. Helstu rökin myndi ég halda, afhverju RÚV er yfir höfuð til er að allir ættu að geta horft á sjónvarpið. Eru þeir eitthvað tregir? Það getur hver sem er með tilskilin leyfi stofnað sína eigin sjónvarpsstöð sem væri frí rétt eins og RÚV og eru þar nokkrar stöðvar fyrir eins og t.d. Hringbraut, N4 og ÍNN. Efnið á RÚV stundum er bara ekkert skárra en á þessum stöðvum og það sem meira er að þessar stöðvar Hringbraut, ÍNN, og N4 sína eingöngu Íslenskt efni það gerir RÚV voða lítið og mætti gera meira af því. Afhverju var það bara ekki gert? Afhverju þurfum við yfir höfuð þá að greiða fyrir RÚV? Til að stjórnendur RÚV geti lifað með nokkrar millur í mánuði? Ef svo er, þá er nú óþarfi að neyða mann til að borga í þetta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband