Færsluflokkur: Bílar og akstur
22.10.2014 | 00:21
Naglar vs. salt
Nú er vetrarumferðin gengin í garð og margir vilja notast við nagladekk og enn aðrir heilsársdekk. Sumir vilja meina það að saltið skemmir malbikið og betra væri þá að nota nagladekk. Aðrir vilja meina að það sé betra að nota heilsársdekk og salta. Saltið bræðir ísinn en ég er ekki alveg viss um að saltið skemmi eitthvað, en það verður tekið með inn í reikninginn hér í þessari færslu þar sem ég hef engin rök fyrir því.
Kosturinn við nagla er sá, að í mikilli hálku eru þeir góðir. Hér eru þeir óþarfir þ.e.s ef við söltum. Þá duga heilsársdekkin alveg. Afhverju eigum við þá að nota heilsársdekk fyrst naglar eru góðir í hálku? Er saltið verra?
Í fyrsta lagi, geta naglarnir veitt falskt öryggi og þar með heldur ökumaðurinn að hann sé fullkomlega öruggur og geti keyrt eins og í góðri færð. Að því að hann er sko á nöglum!
Í öðru lagi, þá eru Nagladekk bönnuð með lögum á ákveðnum tímum, á þeim tímum sem er yfirleitt góð færð, nema ef aðstæður eru þannig að þess þurfi. Þetta má finna í umferðarlögunum. Ég held að það sé ástæða fyrir því að þessi lög eru sett. Lögin voru mögulega sett út af því að naglar eyðileggja malbikið, að því hlýst mikill kostnaður í viðhald vega eða þá út af hljóðmengun.
Í þriðja lagi þá fylgir þessu mikil hávaðamengun í venjulegri færð, jú,jú það eru læti í bílunum, en ekki bætir úr skák að þetta bætist við. Það er ekki alltaf hálka eða snjókoma þótt við búum á Íslandi.
Slæmt veggrip og falskt öryggi fara ekki saman. Þá heldur ökumaðurinn að hann geti keyrt eins og eftir bestu aðstæðum og gæti beinlínis skapað hættu, sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þetta gildir ekki um alla og ber að taka þessu almennt séð en ekki persónulega.
Nagladekk eru bönnuð á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. okt. og það er einmitt sá tími sem bestu árstíðirnar varðandi færð er, s.s. mars,apríl,maí, júní, júlí ágúst. Svo ætla má að þetta sé gert vegna hljóðmengunar eða/og malbikseyðingar.
Með saltið, þá er það bara það að það getur eytt upp malbikinu smám saman eins og sumir vilja meina, og þar af leiðandi skemmt malbikið eins og sumir vilja meina að naglarnir gera. Já, saltbíllinn þarf að komast leiðar sinnar, en yfirleitt er saltað þegar umferðin er lítil. Ég hef t.d. aldrei séð saltbíl að salta kl 5 á háannatíma sem dæmi.
Nagladekk eru að vísu góð í miklum ís en eins og ég skrifaði í byrjun færslunnar, þá þurfum við þau ekki ef það er saltað, vegna þess að saltið bræðir ísinn.
Svo, ef salt skemmir, þá eru naglarnir ekkert betri.
Hvort eigum við að salta eða negla?
Ég myndi velja að salt því þar er aðeins einn galli, það er, ef svo er, þá skemmir saltið en á móti kemur, fækkun slysa, minni hljóðmengun, meira veggrip. Já, og ef einhver þarf að komast leiðar sinnar þegar ekki er búið að salta þá er það pínu slæmt, en flestir þurfa að komast leiðar sinnar þegar búið er að salta, svona yfirleitt.
Ef saltið er svona slæmt, viljum við þá hafa hljóðmengunina (fyrir utan hávaðan í sjálfum bílnum), falska öruggið (ég er ekki að segja að allir á nagladekkjum séu bara með falskt öryggi, alls ekki :) ) og eyðileggingu á malbiki? Er ekki betra að hafa bara eitt af þessu? Semsagt, að saltið eyði malbikinu? Ég samt efast um það en ég hef engin rök fyrir því :)
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)